Vilja Manning í lágmark 60 ára fangelsi

Bradley Manning.
Bradley Manning. AFP

Saksóknarar kröfðust þess í dag að bandaríski hermaðurinn Bradley Manning yrði dæmdur í það minnsta í 60 ára fangelsi fyrir að koma miklu magni leyniskjala í eigu Bandaríkjastjórnar í hendurnar á uppljóstrunarvefnum Wikileaks. Mál Mannings er fyrir bandarískum herdómstól.

Joe Morrow, höfuðsmaður, hvatti dómarann í málinu, Denise Lind ofursta, til þess að kveða upp þungan dóm, samkvæmt frétt AFP, til þess að „senda skilaboð til hvers þess hermanns sem íhugaði að stela trúnaðarupplýsingum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert