Fjölbýlishús hrundi í Harlem

Bygging hrundi til grunna í Harlem-hverfinu í New York í kjölfar sprengingar. Búið að kalla út slökkvilið og björgunarsveitir, en um 170 manns taka þátt í aðgerðunum. Fram kemur í bandarískum í fjömiðlum að sprenging hafi heyrst áður en húsið hrundi.

Fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins að ekki hafi borist neinar fréttir af manntjóni, en atvikið átti sér stað við 116. stræti og Park Avenue. Fregnir hafa hins vegar borist af fólki sem situr fast í rústunum. 

„Það varð sprenging og bygging hrundi,“ segir talsmaður lögreglunnar í New York. 

AFP-fréttaveitan segir að mikill eldur hafi kviknaði í kjölfarið og er stígur nú mikill reykur til himins í hverfinu.

Haft er eftir íbúum í Austur-Harlem að þeir hafi heyrt sprengingu í fjölbýlishúsi skömmu áður en það hrundi til grunna. Mikill rykmökkur sást þar sem byggingin hrundi. 

Orkufyrirtæki í borginni hafa skrúfað fyrir gas í kjölfar sprengingarinnar en rúður hafa víða brotnað. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert