Vélin hrapaði í Indlandshafið

Forsætisráðherra Malasíu segir að samkvæmt nýjum gögnum hafi malasísku farþegaflugvélinni verið flogið suður á bóginn. Hún hafi verið yfir miðju Indlandshafi, vestur af Perth í Ástralíu, er hún hrapaði. Þetta upplýsti hann ættingja farþeganna um í dag. Hann segir að gera verði ráð fyrir því að allir sem voru um borð hafi látið lífið.

„Ég verð því miður að upplýsa ykkur um að samkvæmt þessum nýju gögnum endaði flugferðin í suðurhluta Indlandshafs,“ sagði forsætisráðherrann, Najib Razak, á blaðamannafundi. Hann segir að vélin hafi verið óravegu frá flugvöllum er hún hrapaði.

Þetta sýna ný gervitunglagögn sem breska rannsóknarnefnd flugslysa hefur greint. Greiningin er byggð frá gervitunglamyndum frá breska fyrirtækinu Inmarsat. Það er mat þessara aðila að vélinni hafi verið flogið suður á bóginn og að síðasta þekkta staðsetning hennar hafi verið yfir miðju Indlandshafi.

„Þetta er afskekkt svæði, langt frá mögulegum lendingarstöðum,“ sagði ráðherrann á blaðamannafundinum.

Um borð í vélinni voru 239 manns. Hún tók á loft frá Kuala Lumpur 8. mars.

Í dag fundu áhafnir tveggja flugvéla hluti í sjónum um 2.500 kílómetra suðvestur af Perth sem taldir eru geta verið brak úr vélinni. Ástralskt herskip er á leið á staðinn til að reyna að ná hlutunum upp úr sjónum til rannsóknar.

Fréttamaður Sky-fréttastofunnar sem var á blaðamannafundinum í dag segir að margir hafi grátið við að heyra þessar fréttir. Hann segir að ættingjar fólksins séu harmi slegnir. 

Frétt BBC um málið

Frétt Sky um málið

Frétt Reuters

ættingjar fengu þær fréttir í dag að allir um borð …
ættingjar fengu þær fréttir í dag að allir um borð hefðu farist. AFP
Ættingjar farþeganna eru harmi slegnir. Vélin hrapaði og enginn lifði …
Ættingjar farþeganna eru harmi slegnir. Vélin hrapaði og enginn lifði af. AFP
Í leit að braki úr vélinni.
Í leit að braki úr vélinni. AFP
AFP
Najib Razak, forsætisráðherra Malasíu.
Najib Razak, forsætisráðherra Malasíu. AFP
Fyrstu vísbendingar um hvar flak vélarinnar væri að finna voru …
Fyrstu vísbendingar um hvar flak vélarinnar væri að finna voru gervitunglamyndir frá 16. mars. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert