Fundu hlut og sendu til rannsóknar

Lögreglan við leit að Madeleine McCann í dag.
Lögreglan við leit að Madeleine McCann í dag. AFP

Hlutur sem fannst á svæðinu þar sem Madeleine McCann er leitað í Portúgal hefur verið sendur til rannsóknar. Leitarsvæðinu hefur nú verið breytt í þriðja sinn.

Frá því að leit hófst í nágrenni sumardvalarstaðarins Praia da Luz í síðustu viku hefur lögreglan þrisvar fært sig úr stað og afmarkað nýtt svæði til leitar. Eftir hádegi í dag hóf hún leit á þriðja svæðinu.

Leitað er á fáförnu svæði skammt frá vatnshreinsistöð. 

Í frétt Sky-sjónvarpsstöðvarinnar segir að hlutur sem fannst á fyrsta leitarsvæðinu í síðustu viku hafi verið sendur til rannsóknar. Fjölmiðlar hafa ekki fengið upplýsingar um hvaða hlut var að ræða en samkvæmt heimildum Sky er niðurstöðu úr rannsókninni að vænta á næstu dögum. 

Lögreglan notar m.a. sporhunda við leitina. Þá ganga lögreglumenn einnig kerfisbundið um svæðið. 

Madeleine litla hvarf af hótelherbergi í Praia da Luz árið 2007 og hefur ekkert spurst til hennar síðan. 

Lögreglan við leit að Madeleine McCann í dag.
Lögreglan við leit að Madeleine McCann í dag. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert