Stúlkurnar hentu sér á rafmagnsgirðingarnar

Hinn 27. janúar fyrir sjötíu árum voru fangar í útrýmingarbúðum nasista í Auschwitz-Birkenau frelsaðir.

Zofia Posmysz er meðal þeirra sem komust lífs af. Hún dvaldi í búðunum í þrjú ár. „Þetta var hryllingur. Ekki aðeins ofbeldið heldur einnig niðurlægingin,“ segir hún. „Ég sá lík hanga úr gaddavírnum. Á nóttinni skriðu stúlkur út úr byrgjunum og hentu sér á rafmagnsgirðingarnar. Það var hryllingur. Þið getið ekki ímyndað ykkur hin hræðilegu óp þeirra sem fá raflost.“

Posmysz segist hafa lært að komast af í búðunum, m.a. með því að láta lítið fyrir sér fara.

Um 1,1 milljón manna lét lífið í útrýmingarbúðunum á árunum 1940-1945. Um milljón þeirra voru gyðingar.

Varað er við myndum í meðfylgjandi myndskeiði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert