Eitruðu hrefnukjöti fargað

Heilbrigðisyfirvöld í Japan hafa fargað hrefnukjöti sem flutt var til landsins frá Noregi eftir að í ljós kom að tvöfalt meira magn af meindýraeitri var að finna í kjötinu en heimilt er.

Stjórnvöld tilkynntu um þetta í kjölfar þess að vestræn umhverfissamtök birtu frétt um málið.

Samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu fannst eitrið við reglubundið eftirlit en sýni eru tekin úr hvalkjöti bæði áður en það er flutt úr landi og eins við komuna til Japans. Um var að ræða kjöt sem var flutt inn í apríl og júní í fyrra.

Fréttin í heild

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert