Kjörinn forseti Búrma

Htin Kyaw var kjörinn forseti í morgun.
Htin Kyaw var kjörinn forseti í morgun. AFP

Htin Kyaw hefur verið kjörinn forseti Búrma og er hann fyrsti óbreytti borgarinnar til þess að gegna embættinu í rúma hálfa öld en herforingjastjórn hefur verið í landinu frá árinu 1962. Kyaw er náinn vinur og ráðgjafi Aung San Suu Kyi og var tilnefndur af Lýðræðislega þjóðarbandalaginu í síðustu viku og kjörinn forseti af þinginu snemma í morgun.

Það var söguleg stund í Búrma í nóvember þegar að NLD, flokkur Suu Kyi hlaut stórsigur í kosningum, sem voru fyrstu frjálsu kosningarnar í landinu í meira en hálfa öld.

Þrátt fyrir að vera leiðtogi stjórnarflokksins er Suu Kyi er ekki heimilt að gegna stöðu forseta vegna sérstaks lagaákvæðis sem herforingjastjórnin kom inn í stjórnarskrá á síðasta ári. Það ákvæði bannar þeim sem eiga erlendan maka eða börn með er­lent rík­is­fang að gegna því embætti. Suu Kyi á tvo syni með breskt rík­is­fang.

Suu Kyi hefur þó sagt það opinberlega að hún muni vera með meiri völd en forsetinn og Htin sé aðeins milliliður.

Htin hlaut 360 af 652 atkvæðum og var ákaft fagnað á þinginu, m.a. af Suu Kyi sem brosti breitt.

Aung San Suu Kyi á þinginu í morgun.
Aung San Suu Kyi á þinginu í morgun. AFP
Þingmenn kjósa forseta.
Þingmenn kjósa forseta. AFP
Fulltrúar hersins á þingi.
Fulltrúar hersins á þingi. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert