Donald Trump, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, ætlar bráðlega að ákveða hverjir verða í nýrri ríkisstjórn landsins.
Í tilkynningu á Twitter-síðu sinni sagði hann að annasamur dagur væri framundan. „Mun bráðum taka mjög mikilvægar ákvarðanir varðandi hverjir verða í ríkisstjórninni,“ skrifaði hann.
Busy day planned in New York. Will soon be making some very important decisions on the people who will be running our government!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 11, 2016
Trump hefur um 70 daga til að mynda fimmtán manna ríkisstjórn. Nöfn margra náinna samstarfsmanna hans hafa verið nefnd til sögunnar.
Talið er að Chris Christie, ríkisstjóri New Jersey, komi til greina sem dómsmálaráðherra og einnig Rudy Giuliani, fyrrverandi borgarstjóri New York.