Vill auka kjarnorkuvopnastyrk Bandaríkjanna

Donald Trump vill auka kjarorkuvopnastyrk Bandaríkjanna.
Donald Trump vill auka kjarorkuvopnastyrk Bandaríkjanna. AFP

Verðandi forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, vill að Bandaríkin auki kjarnorkuvopnastyrk sinn mikið á næstunni. Segir hann í færslu á Twitter að Bandaríkin þurfi að bæta við kjarnavopn sín þangað til heimurinn öðlist almenna skynsemi varðandi slík vopn.

Trump útskýrði ekki nánar orð sín, en þau eru í andstöðu við hugmyndir forvera hans, Barack Obama, sem sagði í ræðu í Prag árið 2009 að vinna þyrfti að því að eyða öllum kjarnorkuvopnum.

Trump fundaði í gær með hópi sérfræðinga í varnarmálaráðuneytinu, meðal annars yfirmanni eldflaugavarnarstofnunar Bandaríkjanna. Var umræðuefni fundarins hvernig draga mætti úr útgjöldum á ýmsum sviðum hernaðarmála.

Bandaríkin eiga í dag um 7.000 kjarnorkuvopn, en aðeins Rússland á fleiri slík vopn og munar þar nokkrum hundruðum.

mbl.is
Perlur sem ekki þarf að strauja !!
Nýtt á Íslandi, perlur sem ekki þarf að strauja, einungis sprauta vatni á og þær...
Snjómokstur og Söltun GÍH
Vetrarþjónusta allan sólarhringinn. Vöktun í boði fyrir fyrirtæki og húsfélög. H...
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f.útl - ENSKA - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA: I, II, III, IV, V, VI: 2018: AUTUMN/HAUST: START/B...
EAE Bilalyftur
Bílalyftur allar gerðir, eigum á lager 4 tonna 2 pósta og 3 t í gólf og 1 metra ...