Neyðarástandi lýst yfir í Kaliforníu

Frá Napa.
Frá Napa. AFP

Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Kaliforníu þar sem gríðarlegir eldar geisa. Að minnsta kosti tíu eru látnir og yfir 1.500 heimili hafa orðið eldinum að bráð. Um er að ræða helsta vínframleiðslusvæði ríkisins.

Um 20 þúsund manns hafa flúið heimili sín í Napa-, Sonoma- og Yuba-sýslum en eldurinn hefur þegar valdið gríðarlegu tjóni. Óttast er að þúsundir heimila til viðbótar eigi eftir að eyðileggjast í kjarreldum sem geisa nánast stjórnlaust.

AFP

Fjölmargir hafa slasast og nokkurra er saknað.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert