Slökkviliðsmaður lést í baráttu við gróðureldana

Skógareldurinn Thomas er sá fjórði stærsti í sögu Kaliforníu.
Skógareldurinn Thomas er sá fjórði stærsti í sögu Kaliforníu. AFP

Slökkviliðsmaður lést við störf sín þar sem hann barðist við einn fjölmargra skógarelda sem nú geisa í Kaliforníu. Þetta kemur fram á vef BBC.

Maðurinn, sem hét Cory Iverson og var 32 ára gamall, var við slökkvistörf við eldinn Thomas, sem er einn sex skógarelda sem nú geisa á svæðinu. Eldurinn Thomas nær yfir tæplega 1.000 ferkílómetra svæði og er sá fjórði stærsti í sögu Kaliforníu.

Iverson lætur eftir sig barn og eiginkonu sem ber annað barn þeirra hjóna undir belti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert