Tugir fórust á Miðjarðarhafi

Lík þeirra sem drukknuðu við herstöð í Líbíu í dag.
Lík þeirra sem drukknuðu við herstöð í Líbíu í dag. AFP

Að minnsta kosti 31 flóttamaður drukknaði er bát hvolfdi undan ströndum Líbíu í dag. Fólkið var að reyna að komast yfir Miðjarðarhafið ásamt öðrum bát. Börn eru meðal hinna látnu.

Um sextíu var bjargað úr sjónum og um 140 sem voru í hinum bátnum voru einnig færðir yfir í björgunarskip og þaðan aftur til Líbíu. Fólkið er m.a. frá Sómalíu og Eþíópíu.

Veður hefur verið milt á þessum slóðum undanfarið og því freista þess margir að flýja frá Afríku og yfir Miðjarðarhafið í leit að betra lífi í Evrópu. 

Um 250 manns var bjargað frá drukknun á svipuðum slóðum á fimmtudag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert