Meiriháttar skattkerfisbreytingar

Trump vill sjá lögin koma til framkvæmda fyrir lok þessa ...
Trump vill sjá lögin koma til framkvæmda fyrir lok þessa árs. AFP

Bandarískir öldungadeildarþingmenn hafa samþykkt umfangsmikla löggjöf til skattalækkunar en litið er á málið sem pólitískan sigur fyrir ríkisstjórn Trumps Bandaríkjaforseta. 

Repúblikanar sem vildu ekki samþykkja lögin í fyrstu atrennu lýstu yfir stuðningi í kjölfar breytinga sem voru gerðar á frumvarpinu.

Þetta er umfangsmesta breyting sem gerð hefur verið á skattkerfi Bandaríkjanna frá því á níunda áratugnum. Það var samþykkt þrátt fyrir að öldungadeildarnefnd hafi komist að þeirri niðurstöðu að nýja löggjöfin myndi auka fjárlagahallann sem nemur einni billjón Bandaríkjadala. Þetta kemur fram á vef BBC.

Trump vill sjá breytingar, sem koma fram í nýju löggjöfinni, koma til framkvæmda fyrir lok ársins. 

Öldungadeildin verður nú að sameina nýju lögin við önnur sem fulltrúadeildin samþykkti í síðasta mánuði. Sameinað frumvarp verður síðan borið undir forsetann til undirritunar. 

Demókratar segja að þessar breytingar verði aðeins þeim ríku til góðs sem og stórfyrirtækjum. Þá muni lögin auka verulega á fjárlagahallann. Þeir náðu hins vegar ekki að tryggja nægilega mörg atkvæði til að stöðva málið í þinginu. Alls samþykktu 52 frumvarpið á móti 48.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Leikjavefurinn Snilld - www.snilld.is
www.snilld.is - Frábært úrval af leikjum á leikjavefnum Snilld. Skelltu þér in...
3 sófaborð til sölu
Til sölu 3 sófaborð úr massífum við, bæði lítil og stærri. Seljast ódýrt. Egger...
Vatnstúrbínur
Getum boðið allar gerðir af turbínusettum Hagstætt verð. Vélasala Holts Snæ...
Rafhlöður fyrir neyðarljós allar gerðir
Með lóðeyrum, vírum eða tengjum. Smíðum allar gerðir af neyðarljósarafhlöðum . N...
 
Aðalfundur isnic 2018
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur ISNIC 2018 Aðalfundur Inter...
Fundur
Fundir - mannfagnaðir
Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna...
Skattadagurinn
Fundir - mannfagnaðir
SKATTADAGUR FLE Ráðstefna um skattam...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, jóg...