Götustyrjöld í draugabæ

Reykur stígur upp til himins frá byggingu í Sanaa, höfuðborg …
Reykur stígur upp til himins frá byggingu í Sanaa, höfuðborg Jemen. En þar hafa harðir bardagar geisað að undanförnu. AFP

Verslunum og skólum var lokað í Sanaa, höfuðborg Jemen, í dag eftir að skotbardagar brutust út í borginni. Íbúar segja að átök uppreisnarmannam sem hafa staðið yfir í þrjú ár, séu að breytast í „götustyrjöld“.

Uppreisnarhreyfing Húta, sem nýtur stuðnings Írans, hefur verið í bandalagi með liðsmönnum sem eru hliðhollir Ali Abdullah Saleh, fyrrverandi forseta Jemens. Nú virðast vera komnir meiriháttar brestir í bandalagið eftir að Saleh leitaði til sádiarabískra vígasveita sem berjast gegn uppreisnarmönnunum. 

Leiðtogar Húta segja að Saleh sé að reyna hefja uppreisn gegn bandalagi sem hann hafði aldrei trú á. 

60 féllu í bardögum í vikunni

Stuðningsmenn Saleh lokuðu í dag nokkrum götum í miðborga Sanaa og bjuggu sig undir árásir Húta. Í síðustu viku létust um 60 í bardögum sem geisuðu í höfuðborginni á við alþjóðaflugvöllinn. 

Stuðningsmenn Saleh hafa gert aðra tilraun til að ná undir sig hverfinu Al-Jarraf, sem hefur verið höfuðvígi Húta. Þeir efldu varnir sínar með því, en að sögn sjónvarvotta hafa þeir sést aka um á bifreiðum sem eru útbúnar vélbyssum. 

Al-Saleh moskan í Sanaa, höfuðborg Jemen.
Al-Saleh moskan í Sanaa, höfuðborg Jemen. AFP

Hútar eru sagðir hafa fengið liðsauka frá höfuðvígi sínu í norðri til að styrkja stöðu sína fyrir sunnan höfuðborgina. 

Hútar náðu heimili uppreisnarmannsins og innanríkisráðuherrans Mohammed Abdullah al-Waqsi, sem er náinn samstarfsmaður Saleh. Þeir felldu þrjá lífverði hans og handsömuðu aðra.

Sanaa að breytast í draugabæ 

Menntamálaráðuneyti landsins aflýsti öllun kennslustundum í dag, en hefð er fyrir því að skólavikan hefjist á sunnudögum í Jemen. Sjónvarvottar segja að lík einstaklinga sem voru myrtir í átökum í síðustu viku liggi enn á götunum. 

Vopnaðir Hútar við götueftirlit í höfuðborginni.
Vopnaðir Hútar við götueftirlit í höfuðborginni. AFP

Iyad al-Othmani, sem er 33 ára, segir að hann hafi ekki getað yfirgefið húsið sitt í þrjá daga vegna átaka.

Mohammed Abdullah, sem starfar í einkageiranum, segir að vígamenn hafi lokað götunni hans. Hann hafi ákveðið að halda sig heima til að þurfa ekki að fara um eftirlitsstöðvar. 

„Sanaa er að breytast í draugabæ. Það er götustyrjöld í gangi og íbúar sitja fastir í húsum sínum,“ segir aðgerðarsinn sem starfar fyrir alþjóðleg hjálparsamtök í borginni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert