Mikil snjókoma á Bretlandseyjum

Töluvert hefur snjóað í London í dag.
Töluvert hefur snjóað í London í dag. AFP

Veðurviðvaranir voru gefnar út í Bretlandi dag þar sem von var á mikilli snjókomu á stórum svæðum. Snjódýptin hefur náð allt að 30 sentimetrum, að því er fram kemur í yfirliti BBC um stöðu mála. Mestur er snjórinn í Wales. 

Veðrið hefur raskað samgöngum en auk úrkomunnar hefur vindur verið hvass í Suður-Englandi. Um 24.000 heimili voru án rafmagns í Oxford-skíri og víðar. Skýringuna á rafmagnsleysinu má rekja til þess að tré brotnuðu og féllu á rafmagnslínur í óveðrinu.

Áfram er búist við töluverðum töfum á vegum, í ferðum lesta og flugvéla vegna veðursins. Loka hefur þurft flugbrautum á einhverjum flugvöllum vegna úrkomunnar. 

mbl.is
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Sjá fjölmargar gerðir á: http://www.sogem-sa.com/stairs Sími 615 1750 Sjá einni...
Husqvarna 401 Svartpilen árg. 2018
Eigum á lagert til afgreiðslu strax Husqvarna 401 Svartpilen. A2 réttindi, 45hp....
Lincoln Capri Landau árg. 1957
Bíllinn er lítið ekinn og aðeins tveir eigendur frá upphafi í USA og einn hér he...
Sendibílaþjónustan Skutla. Sími 867-1234
Tökum að okkur allrahanda sendibílaþjónustu á sanngjörnu verði. Sjá nánar á www....