Nýjasti fjölskyldumeðlimurinn með í messu

Meghan Markle nýtur strax vinsælda hjá bresku þjóðinni.
Meghan Markle nýtur strax vinsælda hjá bresku þjóðinni. AFP

Nýjasti meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar, leikkonan Meghan Markle sem mun ganga að eiga prinsinn Harry næsta vor, mætti til árlegrar jólaguðsþjónustu konungsfjölskyldunnar í morgun.

Við kirkju heilagrar Maríu Magdalenu í Sandringham hafði fjöldi fólks, um 200 manns, beðið eftir komu fjölskyldunnar og heilsuðu hin verðandi hjón upp á aðdáendurna. Meghan er strax dáð af mörgum þegnum Bretlands og mun hún verja jólunum í faðmi konungsfjölskyldunnar í Bretlandi.

Ávarp drottningar um eiginmanninn

Að lokinni guðsþjónustunni hélt fjölskyldan saman til hádegisverðar, en hefðin er að þar sé borinn á borð kalkúnn. Klukkan þrjú verður svo sýnt árlegt jólaávarp Elísabetar Englandsdrottningar til bresku þjóðarinnar og hefðbundið er að konungsfjölskyldan fylgist með ávarpinu saman.

Í ár mun ávarpið m.a. fjalla um hryðjuverkaárásirnar í London og Manchester á árinu. Hertoginn af Edinborg, Filippus prins, verður einnig í aðalhlutverki, en á árinu settist hann í helgan stein hvað formleg embættisverk varðar. Í ár er sjötíu ára brúðkaupsafmæli Elísabetar og Filippusar.

Elísabet Englandsdrottning og Filippus prins fagna sjötíu ára brúðkaupsafmæli í …
Elísabet Englandsdrottning og Filippus prins fagna sjötíu ára brúðkaupsafmæli í ár. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert