Telur að Trump beiti refsiaðgerðum á ný

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur lýst yfir óánægju sinni með …
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur lýst yfir óánægju sinni með gildandi kjarnorkusamning við Íran. AFP

Steven Mnuchin, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, telur líklegt að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, muni leggja refsiaðgerðir á Íran á ný. Trump mun taka ákvörðun á morgun um afstöðu ríkisstjórnar Bandaríkjanna til kjarnorkusamnings við Íran.

Ut­an­rík­is­ráðherra Írans fundaði með leiðtogum ríkja Evrópusambandsins í Brussel í dag þar sem yfirvöld í Bandaríkjunum voru hvött til að standa við samninginn sem gerður var árið 2015. Samkvæmt honum eru ýmsar takmarkanir settar á kjarnorkutilraunir Írana í skiptum fyrir afnám á ýmsum refsi- og þvingunaraðgerðum.

Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, sagði eftir fundinn í dag að núgildandi samningur kæmi í veg fyrir að Íranar bættu við sig kjarnorkuvopnum og hvatti Trump til að leggja fram betri samning, vilji hann gera breytingar á honum.

Frétt mbl.is: Kjarnorkusamningurinn „diplómatískt afrek“

Niðurstaða fundarins í Brussel var einnig sú að Íranar hafi farið eftir ákvæðum samningsins. Ef Trump tilkynnir að hann sé ósammála þeirri niðurstöðu má búast við að hann innleiði refsiaðgerðir á ný. Talið er að refsiaðgerðunum verði beint gegn einstaklingum og fyrirtækjum.

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert