Nærbuxur stela senunni

Nærbuxur stálu senunni á alþjóðlegri undirfatasýningu í París um helgina þar sem yfir 500 vörumerki sýna vöru sína. Nærbuxur hafa alltaf skipt máli segja fyrirsæturnar en bæta við að nú eru nærbuxurnar hannaðar fyrir konuna sem klæðist þeim, ekki karlinn sem horfir á. 

Bæði fatahönnuðir og gestir eru sammála um að þróunin er jákvæð, nærbuxurnar ná hærra upp og eru einfaldlega þægilegri og klæðilegri.

mbl.is