Allt á floti í París

AFP

Mikill vöxtur er í Signu í París og hafa borgaryfirvöld beðið þá sem búa í bátum á ánni að koma sér á þurrt land. Vatnshæðin er nú 4,82 metrar og er talið að hún nái 5,7 metrum en í venjulegu árferði er vatnshæð Signu 2 metrar.

Borgarbúar eru beðnir um að fara mjög varlega við árbakka Signu og búið er að loka götum og göngum við ána. Öll umferð er bönnuð í nágrenni árinnar og eins er bannað að mestu að sigla á ánni.

AFP

Jafnvel er talið mögulegt að vatnshæðin nái 6,10 metrum líkt og árið 2016 en nánast útilokað að metið frá árinu 1910 verði slegið en þá fór vatnshæðin í 8,62 metra.

Lögreglustjórinn í París, Michel Delpuech, biður fólk um að gæta ýtrustu varúðar í nágrenni Signu. Görðum hefur verið lokað og sumum bílastæðahúsum í 12. og 13. hverfi einnig þar sem byrjað er að flæða inn í kjallara.

AFP
mbl.is
Bækur um ættfræði, byggðasögu og ýmsan fróðleik til sölu
Til sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu- og byggðasö...
Trékurlari óskast
Óska eftir að fá trékurlara til leigu eða kaups. Þarf að vera voldugur helst s...
SUMARHÚS - GESTAHÚS - BREYTINGAR
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
Þýsku kerrurnar, ný sending
Fleiri myndir á Bland: https://bland.is/classified/entry.aspx?classifiedId=38248...