Eiginmaðurinn grunaður um morðið

Eiginmaður Alexiu, Jonathan Daval og foreldrar hennar, Jean-PIerre Fouillot og …
Eiginmaður Alexiu, Jonathan Daval og foreldrar hennar, Jean-PIerre Fouillot og Isabelle Fouillot. AFP

Franska lögreglan handtók í dag eiginmann konu sem var myrt á hrottalegan hátt í október. Lík Alexia Daval, 29 ára bankastarfsmanns, fannst í Esmoulins í Haute-Saône í október. Hún hafði verið barin og væntanlega kyrkt, að sögn Edwige Roux- Morizot saksóknara í Besançon. Síðan hafði verið kveikt í líkinu og það falið undir tré í nokkurra kílómetra fjarlægð frá þeirri leið sem hún hljóp venjulega.

Alexia Daval var myrt á hrottalegan hátt í fyrra.
Alexia Daval var myrt á hrottalegan hátt í fyrra. AFP

Þennan dag hafði hún farið út að hlaupa og að sögn eiginmannsins, Jonathann Daval, sneri hún aldrei aftur. Daval, sem er tölvunarfræðingur, var handtekinn snemma í morgun á heimili sínu í Gray.

Morðið þótti sérstaklega óhugnanlegt og tóku tæplega tíu þúsund manns í minningargöngu um hana í nóvember. Fjölmargir hlaupahópar stóðu fyrir hlaupum í hennar minningu í kjölfarið enda ekkert sem gaf vísbendingar um að eiginmaðurinn hefði myrt hana.

Frétt Le Parisien

Lögreglan fyrir framan heimili Daval í Gray-la-Ville í morgun.
Lögreglan fyrir framan heimili Daval í Gray-la-Ville í morgun. AFP

Daval, sem áður hafði stöðu vitnis, hafði greint lögreglu frá því að þau hafi deilt áður en hún hvarf og það væri skýringin á því hvers vegna hún væri rispuð og með bitför á höndum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert