Lík verkamannanna loks fundin

Mikil eyðilegging er í Mósúl eftir veru Ríkis íslams þar …
Mikil eyðilegging er í Mósúl eftir veru Ríkis íslams þar og bardaga sem geisuðu. AFP

Lík 39 indverskra verkamanna fundust í fjöldagröf í Írak. Þar í landi var hópnum rænt af vígamönnum Ríkis íslams árið 2014. Utanríkisráðherra Indlands upplýsti um þetta á þinginu í morgun. Hann segir að mennirnir hafi verið myrtir af Ríki íslams.

Líkin fundust í gröf norðvestur af borginni Mósúl. Þau hafa verið flutt til rannsóknar þar sem DNA-sýni hafa greind til að bera kennsl á þau.

Verkamönnunum var rænt er vígamennirnir ruddust til valda í Mósúl og næsta nágrenni í júní árið 2014.

Fórnarlömbin voru aðallega sárfátækir verkamenn frá Punjab-héraði í Indlandi sem höfðu farið til að vinna fyrir byggingarverktaka í Mósúl. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert