Rólegt við landamærin

Líbanskir hermenn skoða brak úr flugskeyti sem var skotið á ...
Líbanskir hermenn skoða brak úr flugskeyti sem var skotið á þorpið Hebarieh snemma í gærmorgun. AFP

Rólegt er við landamæri Líbanons og Ísraels að sögn friðargæsluliða Sameinuðu þjóðanna sem þar fylgjast náið með gangi mála eftir loftárásir sem gerðar voru á hersveitir tengdar Írönum í Sýrlandi. 

Ísraelar stóðu að árásunum sem gerðar voru snemma í gær en þær hafa vakið ótta um að liðsmenn Hezbollah-hreyfingarinnar í Líbanon, sem eru bandamenn Írana, leiti hefnda. Hezbollah er fyrirferðamikil í suðurhluta Líbanons og því beinast augu friðargæsluliða Sameinuðu þjóðanna að landamærunum á því svæði.

„Við erum að fylgjast með ástandinu og hér hefur það verið rólegt,“ segir Andrea Tenenti, talsmaður friðargæslusveita Sameinuðu þjóðanna í Líbanon.

Tenenti segir að ekki hafi verið fjölgað í gæsluliðinu eftir árásirnar en það telji nú um 450 manns á þessu svæði.

Í gær gerðu Ísraelar árásir á skotmörk sem þeir sögðu tengjast hernaði Írana í Sýrlandi. Sögðu þeir árásirnar svar við eldflaugaárás á hinar hernumdu Gólan-hæðir sem þeir segja Írana bera ábyrgð á. 

Íranskar hersveitir eru í Sýrlandi og styðja þær stjórn Bashar al-Assad forseta. Stjórnarher Sýrlands nýtur einnig stuðnings Íraka og Hezbollah í hernaði sínum.

Ísraelar vilja koma í veg fyrir að Íran nái fótfestu í suðurhluta Sýrlands og eru þeir grunaðir um að hafa gert nokkrar loftárásir á skotmörk tengd Írönum að undanförnu.

Ísraelar og Bandaríkjamenn telja að Hezbollah hafi staðið í vopnaflutningum að landamærum Líbanons og Ísraels og undirbúi stríð. 

mbl.is
Einstök íbúð fyrir 60 ára og eldri
Nýstandsett 101 fm 3 herbergja íbúð á 1. hæð, að Grandavegi 47 til leigu. Húsvö...
Laust um næstu helgar - Biskupstungur..
Hlýleg og falleg sumarhús til leigu. Gisting fyrir 5-6. Heit laug og leiksvæði.....
ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR !!!!!!!!!!
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við BYKO. Mikið úrval af fallegum ...
Rafstöðvar-Varaafl
Útvegum allar stærðir af rafstöðum, frá Isuzu/stamford Cummins Volvo Yanmar ...