Krefjast hærri launa og öryggis

Cate Blanchett les yfirlýsingu kvennanna á rauða dreglinum í dag.
Cate Blanchett les yfirlýsingu kvennanna á rauða dreglinum í dag. AFP

Stórstjörnur úr Hollywood, Cate Blanchett, Kristen Stewart og Salma Hayek, fóru fyrir hópi leikkvenna sem kröfðust þess að þær fengju jafnhá laun og karlmenn í kvikmyndaiðnaðinum. Konurnar mótmæltu á rauða dreglinum á kvikmyndahátíðinni í Cannes í Frakklandi.

82 leikkonur, kvenkyns leikstjórar og framleiðendur leiddust, kröfðust jafnréttis og þess að „vinnuumhverfið væri öruggt“.

Kröfur kvennanna koma fram sjö mánuðum eftir að fyrstu ásakanirnar voru settar fram gegn Harvey Weinstein en fjöldi kvenna hefur sakað fyrrverandi framleiðandann um nauðgun, áreitni og kúg­un.

Konurnar 82 í Cannes.
Konurnar 82 í Cannes. AFP

„Við krefjumst þess að vinnustaðir okkar verði fjölbreytilegir og sanngjarnir þannig að þeir geti með sem bestu móti endurspeglað okkar líf,“ sagði Blanchett.

„Heimur þar sem allir sem eru fyrir framan og aftan myndavélina njóta sín með karlkyns samstarfsmönnum,“ bætti hún við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert