Flugmaðurinn hálfur út úr vélinni

Farþegaþotan eftir að henni hafði verið lent.
Farþegaþotan eftir að henni hafði verið lent. AFP

Kínversk farþegaþota þurfti að nauðlenda í borginni Chengdu í Kína í gær í kjölfar þess að gluggi losnaði í stjórnklefa hennar með þeim afleiðingum að flugmaðurinn sogaðist að hálfu leyti út um hann. Flugstjórinn hefur verið hylltur sem hetja fyrir að lenda þotunni.

Fram kemur á fréttavef breska ríkisútvarpsins BBC að farþegaþotan, sem er af gerðinni Airbus A319 og í eigu kínverska flugfélagsins Sichuan Airlines, hafi verið á leiðinni frá borginni Chongqing í suðvesturhluta Kína til Lhasa í Tíbet þegar óhappið varð þegar skerandi viðvörunarhljóð heyrðist skyndilega. Þotan var þá í 32 þúsund feta hæð.

„Það var enginn fyrirvari,“ er haft eftir flugstjóranum Liu Chuanjian. „Glugginn sprakk með miklum hávaða. Það næsta sem ég vissi var að flugmaðurinn minn var kominn hálfa leið út.“ Það varð flugmanninum til bjargar að hann var spenntur í öryggisbelti.

Fyrir vikið tókst að draga flugmanninn aftur inn í stjórnklefann þar sem loftþrýstingurinn hafði fallið sem og hitastigið og mikið álag á stjórntækjunum. Flugstjórinn lýsir því hvernig lausamunir hafi svifið um í stjórnklefanum og þotan skolfið harkalega.

Verið var að færa farþegum morgunmat þegar farþegaþotan lækkaði skyndilega flugið niður í 24 þúsund fet. Haft er eftir farþegum að skelfing hafi gripið um sig. Ekki síst þar sem þeir hafi ekki vitað hvað væri í gangi. Súrefnisgrímur féllu niður úr loftinu.

Flugstjóranum tókst að lenda farþegaþotunni örugglega án þess að neinn af þeim 119 farþegum sem um borð voru yrðu fyrir meiðslum. Flugmaðurinn varð fyrir minni háttar meiðslum og annar í áhöfninni einnig. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Rafstöðvar DEK 30 KW 400/230 50 HZ
Eigum 30 kw rafstöð á lager, góð reynsla, og varahlutaþjónusta. 1090..000 + vsk ...
Bílalyftur Flottar lyftur i bílskúrinn og víðar.
JEMA lyftur .Eigum nokkrar af þessum 1 metra lyftum 2,8 tonna, sama verð 235.00...
NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Smíðar, útskurður, pappamódel m...
Starfsmaður í þjónustu við atvinnutæki
Önnur störf
STARFSMAÐUR Í þjónustu við atvinnutæki ...
Utankjörfundaratkvæðisgreiðsla
Tilkynningar
Auglýsing vegna utankjörfundaratkvæðagre...
Þjónustufulltrúi í innheimtu
Skrifstofustörf
Eignaumsjón er leiðandi fyrirtæki í þjón...