Bundin við rúmið og neydd í fóstureyðingu

Islamabad, höfuðborg Pakistan. Mynd úr safni. Lögreglan í Islamabad bjargaði ...
Islamabad, höfuðborg Pakistan. Mynd úr safni. Lögreglan í Islamabad bjargaði Farah og kom henni í skjól til ítalska sendiherrans í borginni áður en hún hélt til Ítalíu á ný. AFP

Pakistanskur háskólastúdent sem var við nám á Ítalíu sakar fjölskyldu sína um að hafa lokkað sig til baka til Pakistan þar sem þau hafi látið hana undirgangast fóstureyðingu gegn vilja sínum.

Hin 19 ára gamla Farah var við nám í Veróna er hún varð ólétt fyrir nokkrum mánuðum síðan. Fjölskylda hennar flutti hana í febrúar heim til Pakistan og biðlaði hún síðar til vina sinna um aðstoð og sagði fóstrinu hafa verið eytt gegn vilja sínum.

Lögreglan í Islamabad, höfuðborg Pakistan, bjargaði Farah í síðustu viku og er hún nú komin aftur til Ítalíu eftir að hafa dvalið nokkra daga hjá ítalska sendiherranum í Pakistan. Segir BBC að Farah muni næst ræða við lögregluna í Veróna um málið.

„Þau gáfu mér róandi, bundu mig við rúmið og neyddu mig til að fara í fóstureyðingu,“ sagði Farah um fjölskyldu sína í skilaboðum sem ítalskir fjölmiðlar hafa nú birt.

„Farah er loksins kominn aftur til Ítalíu og er á öruggum stað, sagði Angelino Alfano utanríkisráðherra Ítalíu og lofaði pakistönsk yfirvöld fyrir samstarfsviljann og að tryggja öryggi Farah.

Hún flutti með fjölskyldu sinni til Ítalíu 2008 og kynntist unnusta sínum er hún var við nám í Veróna. Það var svo í september á síðasta ári sem hún leitaði fyrst á náðir félagsmálayfirvalda og fékk þá vernd hjá borgaryfirvöldum, en faðir hennar hafði þá verið kærður fyrir að beita hana ofbeldi.

Hún náði síðan sáttum við fjölskyldu sína og féllst á að fara með henni í heimsókn til Pakistan í þeirri trú að bróðir hennar væri að fara að gifta sig.

Hefur saga Farah vakið mikla athygli, ekki hvað síst í kjölfar frétta af því að ítölsk kona í Pakistan kunni að hafa verið fórnarlamb heiðursdráps.

Hópur fólks mótmælti heiðursmorðum í Islamabad í Pakistan.
Hópur fólks mótmælti heiðursmorðum í Islamabad í Pakistan. AFP
mbl.is
RAFVIRKI
ALHLIÐA RAFLAGNIR EKKERT VERKEFNI ER OF SMÁTT Haukur Emilsson Simi 853 1199...
EAE Bílalyftur 2 pósta og skæralyftur 1 og 2 metra 3-4-5 tonna
Eigum á lager skæralyftur 3 tonna sem lyfta 1 m og einnig niðurfellanlegar 3 to...
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...