Tjaldbúar fluttir á brott

AFP

Lögreglan í París hóf að rýma tjaldbúðir flóttafólks á tveimur stöðum í borginni snemma í morgun en fyrir fimm dögum voru um eitt þúsund manns fluttir á brott í tímabundin úrræði úr tjaldbúðum í París.

Í kringum 550 afganskir flóttamenn voru fluttir á brott úr tjaldbúðum við StMartin skurðinn í dögun og 450 voru flutt á brott úr tjaldbúðum skammt frá Portedela Chapelle, samkvæmt því sem fram kemur í sameiginlegri fréttatilkynningu frá lögreglu og borgaryfirvöldum.

Þar sem tjaldbúðirnar voru við St Martin-skurðinn.
Þar sem tjaldbúðirnar voru við St Martin-skurðinn. AFP

Tjaldbúðirnar við St Martin-skurðinn eru ekki langt frá tjaldbúðum sem voru rýmdar ítrekað í fyrra. Þær búðir voru við Stalingrad-neðanjarðarlestarstöðina. Yfirleitt liðu aðeins nokkrir dagar þangað til fólk fór að koma sér fyrir þar að nýju enda í fá hús að venda fyrir fólk sem er ólöglega í landinu. 

Í tilkynningu kemur fram að farið verði yfir skjöl þeirra sem fluttir voru á brott úr búðunum tveimur í morgun og þeir sem eigi rétt á fái stöðu flóttamanns fljótlega. 

Frá Canal de Saint-Martin við Quai de Valmy í París …
Frá Canal de Saint-Martin við Quai de Valmy í París þar sem 550 voru fluttir á brott í morgun. AFP

Búðirnar sem voru rýmdar í París í síðustu viku voru meðal annars við St Denis-skurðinn, norður af St Martin-skurðinum. Þar höfðust um eitt þúsund manns við, flestir frá Erítreu og Súdan. 

Undanfarnar vikur hafa fjölmargir lýst yfir áhyggjum af aðbúnaði fólks í þessum búðum. Í síðasta mánuði drukknaði einn flóttamaður í St Martin-skurðinum og einn særðist alvarlega eftir slagsmál í St Denis-búðunum.

AFP

Einn tjaldbúa sem AFP-fréttastofan ræddi við segir að lögreglan hafi tjáð þeim að þeir fengju að dvelja í skýli fyrir flóttafólk í einhvern tíma og þar fengju þeir þrjár máltíðir á dag. „Það er gott því lífið hér mjög erfitt.“

Margir þeirra eru efnahagslegir flóttamenn (migrant) en vonast til þess að fá stöðu flóttafólks. Sumir þeirra komu til Parísar frá hafnarborginni Calais en flestir sem koma þangað vilja komast til Bretlands.

AFP

Alls sóttu 100 þúsund um hæli í Frakklandi í fyrra og fengu um 30 þúsund þeirra stöðu flóttafólks. 14.900 voru þvingaðir til þess að yfirgefa landið.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert