ESB-ríki styðja áform um tolla

Öll 28 aðildarríki Evrópusambandsins styðja áform framkvæmdastjórnar sambandsins.
Öll 28 aðildarríki Evrópusambandsins styðja áform framkvæmdastjórnar sambandsins. mbl.is/Hjörtur

Aðildarríki Evrópusambandsins standa einhuga að baki áformum framkvæmdastjórnar sambandsins um að leggja á innflutningstolla á vörur sem framleiddar eru í Bandaríkjunum, þetta staðfestir heimildarmaður AFP.

Þetta er í takt við fyrri yfirlýsingar framkvæmdastjórnarinnar um að hún hafi stuðning allra aðildarríkja fyrir „jöfnunartollum“ sem ætlað er að vera svar við aðgerðum bandarískra yfirvalda. Hingað til hefur verið talið líklegt að tollar Evrópusambandsins taki gildi í júlí.

Einhverjar áhyggjur hafa verið vegna stöðu íslensks áliðnaðar vegna þeirra viðskiptadeilna sem nú geisa. Samkvæmt utanríkisráðuneytinu er verið að leita leiða til þess að undanskilja EFTA/EES-ríkin frá tollum sem Evrópusambandið hyggst beita til þess að svara aðgerðum Bandaríkjanna.

mbl.is
Vantar Trampólín
Viltu lostna við Trampólínið þitt, kem og tek það niður ef vill... upp. 8986033...
Silfurlituð Toyota Corolla 2005 árg
Nýskoðaður og góður bíll! keyrður 224 þús. Negld vetrardekk og sumardekk í góðu ...
LAND ROVER DISCOVERY 3 S, sjálfsk., disel, 7 manna
Til sölu LAND ROVER DISCOVERY 3 S, sjálfskiptur, dísel, 7 manna ekinn 204.000 km...
fágætar bækur til sölu
til lsölu nokkrar fágætar bækur Sjálfstætt fólk 1-2 Sneglu-Halli eftir Símon...