Lögðu fram vantraust á ríkisstjórn Tsipras

Alexis Tsipras, til vinstri, og Zoran Zaev, til hægri.
Alexis Tsipras, til vinstri, og Zoran Zaev, til hægri. AFP

Stærsti stjórnarandstöðuflokkur Grikklands, Nýtt lýðræði, hefur lagt fram vantraust á gríska þinginu gegn ríkisstjórn Alexis Tsipras. Vantrausttillagan er til komin vegna umdeildrar nafnabreytingar Makedóníu sem nýtur stuðnings ríkisstjórnarinnar.

„Þetta er kornið sem fyllti mælinn,“ sagði Kyriakos Mitsotakis, formaður Nýs lýðræðis, í þingræðu sinni með vantrausttillögunni. „Við sundrum ekki Grikklandi til að sameina Makedóníu.“

Alexis Tsipras, hvers ríkisstjórn er búist við að felli vantrausttillöguna, samþykkti í vikunni ásamt Zoran Zaev, forsætisráðherra Makedóníu, nafnabreytingu Makedóníu yfir í Norður-Makedóníu. Deilur hafa staðið yfir um nafnið í tæplega þrjá áratugi í báðum löndum. Grikkir hafa lagst gegn Makedóníu-nafninu vegna þess að grískt hérað ber sama heiti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert