Undirbúa búðir fyrir tugþúsundir

Kona frá Hondúras ásamt barni sínu í fangabúðum í Texas.
Kona frá Hondúras ásamt barni sínu í fangabúðum í Texas. AFP

Bandaríski herinn er að undirbúa opnun fjölmargra búða fyrir meinta ólöglega innflytjendur. Búðirnar verða í herstöðvum og þar verður fólki haldið í allt upp undir ár. Verkefnið er hluti af innflytjendastefnu Donalds Trump Bandaríkjaforseta.

Tímaritið Time  hefur fjallað ítarlega um málið og segir frá drögum að minnisblaði sjóhersins þar sem þessi ráðagerð er útfærð í grófum dráttum. Þar segir að um „íburðarlausar“ tjaldbúðir fyrir um 25 þúsund flóttamenn verði að ræða. Er fyrirhugað að reisa búðirnar í Kaliforníu, Alabama og Arizona samkvæmt því sem fram kemur í minnisblaðinu. Að auki kemur þar fram að fyrirhugað er að opna búðir fyrir um 47 þúsund manns í nágrenni San Francisco.

Talsmaður varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna segist að innanríkisráðuneytið hafi ekki beðið herinn um að útfæra áætlanirnar en segir hann vera að undirbúa sig ef ráðuneytið fari fram á aðstoð um að hýsa „fullorðna ólöglega innflytjendur“.

Talsmaður hersins greindi frá því fyrr í vikunni að ríkisstjórnin hefði beðið um aðstoð við að hýsa allt að 20 þúsund börn innflytjenda.

Samkvæmt minnisblaðinu gerir herinn ráð fyrir því að eyða um 233 milljón dollara, um 25 milljörðum króna, í rekstur slíkra varðhaldsbúða fyrir um 25 þúsund manns í hálft ár.

Frétt BBC um málið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert