Vilja kjósa á ný um Brexit

Bretar sem vilja áfram vera í ESB flykktust út á ...
Bretar sem vilja áfram vera í ESB flykktust út á götur Lundúna í dag. AFP

Tugþúsundir mótmælenda streymdu út á götur Lundúna í dag og kröfðust þess að kosið yrðu um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu í annað sinn.

Fólkið sem mótmælti er á móti því að Bretar yfirgefi ESB. Það gekk fylktu liði í átt að þinghúsinu í dag þegar tvö ár eru liðin frá því að Brexit-kosningin svokallaða fór fram. Krefjast mótmælendur þess að „fólkið fái að kjósa“ um loka slitasamninginn sem Theresa May forsætisráðherra mun kynna fyrir ráðamönnum í ESB. 

„Ég var tárvot þegar þjóðaratkvæðagreiðslan fór fram því að það leit út fyrir að framtíðin væri frekar slæm,“ segir Chaira Liduori, fertugur Ítali sem býr í London. „Brexit er hræðilegt ekki aðeins af því að við viljum halda hlutunum eins og þeir eru heldur af því að það er mikilvægt að vera innan [sambandsins] til að ná fram breytingum.“

Fylkingin fór m.a. fram hjá bústað forsætisráðherrans í Downing-stræti og var þá baulað mikið. Mótmælagangan endaði svo við þinghúsið þar sem andstæðingar Brexit héldu ræður.

„Ég er evrópskur borgari,“ stóð á skiltum sem fólkið bar. „Ég elska ESB“ stóð á öðrum. 

Emily Hill, sem tók þátt í göngunni, segir að fólk eigi að fá að kjósa um þann lokasamning sem Brexit mun fela í sér. Hún segist telja að meirihluti sé fyrir því að halda Bretlandi innan ESB. 

Tugþúsundir tóku þátt í kröfugöngunni.
Tugþúsundir tóku þátt í kröfugöngunni. AFP

Blaðamaðurinn William Diaz segir að Brexit hafi valdið sundrung og spennu í samfélaginu. 

Um tveir þriðju hlutar Breta telja þjóðina eiga að hafa loka orðið um Brexit-samkomulagið samkvæmt könnunum sem birtar voru í vikunni.

mbl.is
Jólabasar Kattholts
Basarinn verður laugardaginn 1.desember n.k. Endilega hafið samband í Kattholt...
Kaupi notaðar hljómplötur. Sími 696 1909.
Kaupi notaðar hljómplötur. Sími 696 1909....
VW POLO
TIL SÖLU VW POLO 1400, ÁRG. 2011, EK. 93Þ., HVÍTUR AÐ LIT. BENSÍN, BEINSKIPTUR. ...
Trek kvenhjól 26" til sölu
Til sölu 26" Trek sport 800 hjólið er vel með farið. Aukahlutir sem fylgja, bret...