Vilja kjósa á ný um Brexit

Bretar sem vilja áfram vera í ESB flykktust út á ...
Bretar sem vilja áfram vera í ESB flykktust út á götur Lundúna í dag. AFP

Tugþúsundir mótmælenda streymdu út á götur Lundúna í dag og kröfðust þess að kosið yrðu um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu í annað sinn.

Fólkið sem mótmælti er á móti því að Bretar yfirgefi ESB. Það gekk fylktu liði í átt að þinghúsinu í dag þegar tvö ár eru liðin frá því að Brexit-kosningin svokallaða fór fram. Krefjast mótmælendur þess að „fólkið fái að kjósa“ um loka slitasamninginn sem Theresa May forsætisráðherra mun kynna fyrir ráðamönnum í ESB. 

„Ég var tárvot þegar þjóðaratkvæðagreiðslan fór fram því að það leit út fyrir að framtíðin væri frekar slæm,“ segir Chaira Liduori, fertugur Ítali sem býr í London. „Brexit er hræðilegt ekki aðeins af því að við viljum halda hlutunum eins og þeir eru heldur af því að það er mikilvægt að vera innan [sambandsins] til að ná fram breytingum.“

Fylkingin fór m.a. fram hjá bústað forsætisráðherrans í Downing-stræti og var þá baulað mikið. Mótmælagangan endaði svo við þinghúsið þar sem andstæðingar Brexit héldu ræður.

„Ég er evrópskur borgari,“ stóð á skiltum sem fólkið bar. „Ég elska ESB“ stóð á öðrum. 

Emily Hill, sem tók þátt í göngunni, segir að fólk eigi að fá að kjósa um þann lokasamning sem Brexit mun fela í sér. Hún segist telja að meirihluti sé fyrir því að halda Bretlandi innan ESB. 

Tugþúsundir tóku þátt í kröfugöngunni.
Tugþúsundir tóku þátt í kröfugöngunni. AFP

Blaðamaðurinn William Diaz segir að Brexit hafi valdið sundrung og spennu í samfélaginu. 

Um tveir þriðju hlutar Breta telja þjóðina eiga að hafa loka orðið um Brexit-samkomulagið samkvæmt könnunum sem birtar voru í vikunni.

mbl.is
Til sölu á Jótlandi, íbúð + iðnaður
Mikið pláss 1268 m/2 á 3000 m/2 lóð, m.a. 300 m/2 íbúð, stórt rafmagnsinntak. Ým...
Iðnaðar eða geymsluhúsnæði
Til leigu 140 fm húsnæði við Auðbrekku í Kóp, laust strax. leigist undir léttan...
Hreinsa Þakrennur ofl.
Hreinsa þakrennur, laga ryð á þökum og tek að mér ýmis smærri verkefni. Uppl. í ...
Toyota
Toyota Corolla til sölu Árg. `98. Liftback. Skoðaður '18. Topp eintak. Verð tilb...