Betlandi börn fylla göturnar

Ár er síðan íraskar hersveitir tilkynntu að þær hefðu frelsað borgina Mósúl undan yfirrráðum vígamanna Ríkis íslams. Ör hinnar blóðugu níu mánaða orrustu sem stóð um borgina eru enn mjög greinileg. 

Þau má sjá á byggingum borgarinnar en einnig í samfélaginu sjálfu. Þannig fara fjölmörg börn nú betlandi um göturnar. Í þeim hópi er Mohammed Salem sem hefur ekki um neinn annan kost að velja en að betla til að sjá sér farboða. Faðir hans var drepinn af vígamönnunum og sömu sögu er að segja um tugi annarra barna sem fara nú um betlandi.

„Ég sel bréfþurrkur,“ segir Nabi Younais, tólf ára, þar sem hann stendur á gatnamótum í austurhluta borgarinnar. „Ég fer af stað klukkan sjö á hverjum morgni og vinn til tíu á kvöldin.

Salem er í svipaðri stöðu. Hann er einkabarn móður sinnar og reynir að afla smávegis tekna fyrir þau mæðginin. 

Engar opinberar tölur eru til um fjölda munaðarlausra barna í Mósúl en mannúðarsamtök á vettvangi telja að um 6.200 börn hafi misst foreldri sitt. Þar af hafi rúmur helmingur misst foreldri sitt í orrustu stjórnarhersins og Ríkis íslams í fyrra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert