Skiptust á treyju og blómum

Kolinda Grabar-Kitarovic gefur Vladimir Pútín króatísku treyjuna fyrir leik Króata …
Kolinda Grabar-Kitarovic gefur Vladimir Pútín króatísku treyjuna fyrir leik Króata og Frakka. AFP

Vladimir Pútín Rússlandsforseti færði Kolindu Grabar-Kitarović, forseta Króatíu, blómvönd fyrir úrslitaleik Króata og Frakka á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu. Hún þakkaði gjöfina með því að færa Pútín króatísku landsliðstreyjuna merkta honum. Treyjan er númer níu.

„Þetta er fyrir leik dagsins,“ sagði hún við Pútín þegar hún rétti honum hvítu og rauðu treyjuna að því er segir í frétt RT um málið.

„Ég óska þér til hamingju með góðan árangur liðsins á heimsmeistaramótinu, ég er viss um að leikurinn í dag verður áhugaverður,“ sagði Pútín en leikurinn er spilaður á Luzhniki-vellinum í Moskvu.

Mætt á völlinn. Emmanuel Macron Frakklandsforseti, lengst til vinstri, og …
Mætt á völlinn. Emmanuel Macron Frakklandsforseti, lengst til vinstri, og Gianni Infantino, forseti FIFA, Vladimir Pútín Rússlandsforseti og Kolinda Grabar-Kitarovic, forseti Króatíu. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert