Trump óttast ákæru

Kevin Downing, verjandi Donald Trump.
Kevin Downing, verjandi Donald Trump. AFP

Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, óttast að hann verði ákærður fyrir að bera ljúgvitni ef hann ber vitni við rannsókn á meintum afskiptum Rússa af kosningasigri hans. 

Hann segir í samtali við Reuters að hann óttist að misræmi milli hans vitnisburðar og annarra geti verið notað gegn honum. Trump segir einnig í viðtalinu að hann gæti tekið yfir rannsóknina, sem er undir stjórn Roberts Mueller, en hann hafi ákveðið að halda sér fyrir utan málið. Rannsóknin sé ekkert annað en nornaveiðar.

Rússar harðneita ásökunum um að hafa haft afskipti af kosningabaráttunni árið 2016 en þar fór Trump með sigur af hólmi í baráttunni við andstæðing sinn, Hillary Clinton.

Í viðtalinu við Reuters talar Trump um að hann hafi áhyggjur af því að vitnisburður annarra, svo sem James Comey, fyrrverandi forstjóra bandarísku alríkislögreglunnar, sé á annan veg en hans og að það verði notað gegn honum.

Ummæli Trump eru á sama veg og lögmanns hans, Rudy Giuliani, sem segir að hætta sé á að Trump verði veiddur í gildru meinsæris.

BBC fjallar um þetta mál og vísar í Reuters og NBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert