Reiðubúinn að ræða um ásökunina

Kavanaugh segir ásökunina ekki eiga við rök að styðjast.
Kavanaugh segir ásökunina ekki eiga við rök að styðjast. AFP

Brett Kavanaugh, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti tilnefndi til setu í Hæstarétti, segist reiðubúinn að „verja heilindi“ sín frammi fyrir öldungadeild þingsins. Kemur fullyrðing hans í kjölfar ásökunar í hans garð um kynferðislegt ofbeldi, sem á að hafa átt sér stað fyrir rúmum þrjátíu árum.

Christ­ina Blasey Ford, banda­rísk­ur pró­fess­or á sex­tugs­aldri, steig í gær fram und­ir nafni og sakaði Kavanaugh um að hafa, í fé­lagi við ann­an ung­an mann, rekið sig inn í svefn­her­bergi í ung­linga­sam­kvæmi á heim­ili í Mont­gomery-sýslu. Þeir hafi báðir verið mjög ölvaðir og fé­lag­inn hafi horft á meðan Kavan­augh hafi reynt að fá sínu framgengt í rúmi í her­berg­inu, þuklað á henni og mis­notað.

„Ég hef aldrei gert neitt í líkingu við það sem ásakandinn lýsir - hvorki við hana né nokkurn annan,“ segir Kavanaugh í yfirlýsingu sem Hvíta húsið gaf út rétt í þessu.

„Ég er tilbúinn að ræða við dómsmálanefnd öldungadeildarinnar með hverjum þeim hætti sem nefndin telur eiga við, til að hrekja þessa röngu ásökun frá því fyrir 36 árum og verja heilindi mín.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert