Hætta að selja Sádum hergögn

Ine Marie Eriksen Søreide, utanríkisráðherra Noregs.
Ine Marie Eriksen Søreide, utanríkisráðherra Noregs. mbl.is/Kristinn Magnússon

Norsk stjórnvöld tilkynntu í dag að þau myndu frysta öll útflutningsleyfi á hergögnum til Sádi-Arabíu og ekki útbýta nýjum, vegna stríðsins í Jemen og stöðu innanríkismála í Sádi-Arabíu.

Ine Marie Eriksen Søreide, utanríkisráðherra Noregs, sagði í yfirlýsingu að ákvörðunin væri tekin í ljósi nýlegrar þróunar mála í Sádi-Arabíu og ófyrirsjáanlegs ástands í Jemen.

Norðmenn seldu Sádum hergögn fyrir meira en 41 milljón norskra króna í fyrra, eða tæpar 600 milljónir íslenskra króna, samkvæmt norsku fréttaveitunni NTB. Norðmenn segjast þó aldrei hafa selt Sádum byssur né skotfæri, heldur ýmsan annan útbúnað sem framleiddur er í landinu og má nota í hernaðarlegum tilgangi.

AFP-fréttaveitan greinir frá því að bæði hjálparsamtök og stjórnarandstöðuflokkar í Noregi hafi kallað eftir því að hergagnaútflutningi Norðmanna til Sádi-Arabíu verði hætt og nú hefur ríkisstjórnin brugðist við því ákalli.

mbl.is
NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...
Vantar gæslu fyrir kisu/kisann?
www.kattholt.is rekur hótel fyrir kisu/kisann. kattholt@kattholt.is // s;567 ...
flott innskotsborð með innlögðum rósum
er með falleg innskotsborð á 20,000 kr sími 869-2798...
Infrarauður Saunaklefi tilboð til 15 nov 299.000
Verð 329.000 Topp klefar.Tilboð til 15 nov 299.000 Hiti frá 30- 75 gráður (því...