Hætta að selja Sádum hergögn

Ine Marie Eriksen Søreide, utanríkisráðherra Noregs.
Ine Marie Eriksen Søreide, utanríkisráðherra Noregs. mbl.is/Kristinn Magnússon

Norsk stjórnvöld tilkynntu í dag að þau myndu frysta öll útflutningsleyfi á hergögnum til Sádi-Arabíu og ekki útbýta nýjum, vegna stríðsins í Jemen og stöðu innanríkismála í Sádi-Arabíu.

Ine Marie Eriksen Søreide, utanríkisráðherra Noregs, sagði í yfirlýsingu að ákvörðunin væri tekin í ljósi nýlegrar þróunar mála í Sádi-Arabíu og ófyrirsjáanlegs ástands í Jemen.

Norðmenn seldu Sádum hergögn fyrir meira en 41 milljón norskra króna í fyrra, eða tæpar 600 milljónir íslenskra króna, samkvæmt norsku fréttaveitunni NTB. Norðmenn segjast þó aldrei hafa selt Sádum byssur né skotfæri, heldur ýmsan annan útbúnað sem framleiddur er í landinu og má nota í hernaðarlegum tilgangi.

AFP-fréttaveitan greinir frá því að bæði hjálparsamtök og stjórnarandstöðuflokkar í Noregi hafi kallað eftir því að hergagnaútflutningi Norðmanna til Sádi-Arabíu verði hætt og nú hefur ríkisstjórnin brugðist við því ákalli.

mbl.is
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
Til sölu Nissan Leaf.
2016 árgerð, ekinn 51 þús. 30 Kw. Blár, hraðhleðsla, vetrar/sumardekk, leðurklæd...
Bækurnar að vestan slá í gegn!
Hvaða nýju bækur skyldu þetta nú vera? Brautryðjendur fyrir vestan, Að fortíð s...