Kynlíf án samþykkis verði skilgreint sem nauðgun

Konur flykktust út á götur í Pamplona nýverið og kröfðust …
Konur flykktust út á götur í Pamplona nýverið og kröfðust þess að ofbeldi gegn konum yrði tekið fastari tökum. AFP

Herða á spænsk lög á þann veg að allar kynlífsathafnir án samþykkis verði skilgreindar sem „árás“ eða „nauðgun“, en sem ekki „kynferðisleg áreitni“. Þetta er niðurstaða lögfræðinefndar sem spænska stjórnin skipaði í kjölfar mikilla mótmæla sem kom til í landinu eftir að dómstóll sýknaði fimm menn af ákæru um að hafa nauðgað unglingsstúlku.

Komust dómararnir að þeirri niðurstöðu að mennirnir hefðu ekki ráðist á stúlkuna. BBC segir nefndina mæla með að hámarksrefsing fyrir nauðgun verði áfram 15 ára fangelsisvist. 1. desember sl. staðfestu dómarar í Navarre-héraði fyrri úrskurð dómstóls um sýknun yfir fimmmenningunum, sem kallaðir hafa verið La manada eða úlfahjörðin í spænskum fjölmiðlum. Málið fer næst fyrir hæstarétt.

Samkvæmt dómsúrskurðinum varð konan, sem var 18 ára þegar fimmmenningarnir nauðguðu henni, ekki fyrir árás þar sem þeir beittu hvorki ofbeldi né ógnuðu henni. Þeir voru aft­ur á móti dæmd­ir sek­ir um kyn­ferðis­brot. Atburðurinn átti sér stað á nautahátíðinni í Pamplona 2016.

Samkvæmt spænskum lögum í dag verður vera hægt að sanna að ofbeldi eða kúgun hafi verið beitt svo mál sé skilgreint sem „nauðgun“.

Samkvæmt heimildum spænsku Europa-fréttaveitunnar leggur nefndin til að „hámarksrefsingar“ verði krafist í þeim tilfellum þar sem ofbeldi eða kúgun er beitt gegn fórnarlambi sem sé í niðurlægjandi aðstæðum, eða þegar fleiri en tveir ráðast gegn fórnarlambinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert