Þrír látnir eftir gassprengingu í París

Talið er að spreng­ing­in hafi orðið vegna gas­leka í hús­inu.
Talið er að spreng­ing­in hafi orðið vegna gas­leka í hús­inu. AFP

Tala látinna eftir gassprengingu í bakaríi í miðborg Parísar í morgun fer hækkandi. Spænsk kona og tveir slökkviliðsmenn létu lífið og 47 eru slasaðir, þar af tíu alvarlega.

Samkvæmt upplýsingum frá spænska utanríkisráðuneytinu var konan í fríi með eiginmanni sínum og voru þau á gangi nálægt bakaríinu þegar sprengingin varð. Konan var flutt á spítala þar sem hún lést af sárum sínum.

Talið er að spreng­ing­in hafi orðið vegna gas­leka í hús­inu en sprengingin varð þegar slökkviliðsmenn voru nýkomnir á vettvang vegna tilkynningar um gasleka, að sögn Christophe Castaner, innanríkisráðherra Frakklands.

Hubert-bakaríið er við götuna rue de Trévise og í næsta nágrenni er óperuhús Parísar sem er vinsæll viðkomustaður ferðamanna. Sprengingin fannst þar og í næstu götum.

„Ég var sofandi og vaknaði við háværan hvell,“ segir Killian, sem býr í nágrenni við bakaríið. Allir gluggar í íbúðinni hans brotnuðu í sprengingunni.

Bakaríið er við götuna rue de Trévise og í næsta …
Bakaríið er við götuna rue de Trévise og í næsta nágrenni er óperuhús Parísar þar sem sprengingin fannst vel. AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert