Yfirgefin vegna hofsheimsóknar

Konurnar heimsóttu hofið í lögreglufylgd í byrjun árs.
Konurnar heimsóttu hofið í lögreglufylgd í byrjun árs. AFP

Fjölskylda konu sem heimsótti Sabrimala-hofið á Indlandi, þar sem konum hefur öldum saman verið meinaður aðgangur, hefur yfirgefið hana. Konan sem um ræðir, Kanaka Durga, hefur einnig þurft að leggjast inn á sjúkrahús vegna barsmíða sem hún hefur sætt af hálfu tengdamóður sinnar.

Konum á aldrinum tíu til 50 ára hefur öldum saman verið bannað að heimsækja hofið, sem þykir mjög heilagt, vegna þess að konur sem fara á blæðingar þykja óhreinar.

Hæstiréttur Indlands úrskurðaði hins vegar í september að bannið væri ólöglegt. Ákvörðunin olli mikilli reiði og engin kona hafði fengið inngöngu í hofið fyrr en þær Durga og Bindu Ammini fóru þangað í lögreglufylgd í byrjun árs.

Opinber þjónusta í Kerala, ríkinu þar sem Sabrimala-hofið er staðsett, lá í kjölfarið niðri um tíma vegna átaka og mótmæla sem brutust út.

Þegar Durga var útskrifuð af sjúkrahúsi eftir barsmíðarnar kom hún að læstum dyrum heima hjá sér. Þar var enginn heima og lögregla fylgdi henni þess í stað í kvennaathvarf. Daginn eftir var eiginmaður hennar yfirheyrður af lögreglu, en hann þvertók fyrir að taka aftur við konu sinni.

Dómstólar munu nú þurfa að úrskurða um það hvort Durga fái að snúa heim til sín.

mbl.is
Hornborð til sölu ódýrt.
Hornborð 65x65 cm. Hæð 45 cm. Vel með farið kr. 1200.- Er í Garðabæ s: 8691204...
Nýr Mercury gúmmíbátur, mótor o.fl.
Nýr Mercury 2,5m gúmmíbátur með 4ha utanborðsmótor (keyrður 3 tíma). Niðurfella...
Vetur í Biskupstungum...
Eigum laust sumarhús í jan/feb í nokkra daga. Hlý og kósí hús með heitum potti....
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...