Hrósar Kínverjum fyrir dauðarefsingar

Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Donald Trump Bandaríkjaforseti. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti hrósaði Kínverjum í dag fyrir að beita dauðarefsingum gegn eiturlyfjasölum og hélt því fram að Bandaríkin myndu standa sig betur í baráttunni við ólögleg viðskipti eiturlyfja ef brotamenn yrðu dæmdir til dauða.

„Í Kína fá eiturlyfjasalar það sem kallað er dauðarefsing. Hjá okkur eru menn sektaðir,“ sagði Trump við fréttamenn í Hvíta húsinu í dag.

„Þannig að ef við viljum vera klár þá getum við orðið það. Við getum bundið endi á eiturlyfjavandann. Það er hægt að gera það með mun hraðvirkari hætti en áður hefur verið haldið,“ bætti Trump við.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Trump hvetur til þess að eiturlyfjasalar fái dauðarefsingu en hann talaði á slíkum nótum í mars í fyrra. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Handlaug til sölu tilboð óskast
Ein handlaug ónotuð fæst fyrir lítið. uppl. 8691204....
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
Hornborð til sölu ódýrt.
Hornborð 65x65 cm. Hæð 45 cm. Vel með farið kr. 900.- Er í Garðabæ s: 8691204...
Húsgagnaviðgerðir og bólstrun
Ég tek að mér viðgerðir og bólstrun á gömlum og nýjum húsgögnum. Starfsemin fer ...