Dæmdur fyrir þjófnað á krúnudjásni

Lífsýni þjófsins fannst á mununum.
Lífsýni þjófsins fannst á mununum. Ljósmynd/Twitter

Karlmaður á þrítugsaldri hlaut fjögurra og hálfs árs fangelsisdóm fyrir þjófnað á sænsku krúnudjásnunum sem var stolið úr dóm­kirkj­unni í Strängnäs í Svíþjóð síðasta sum­ar. Þau  fundust í rusla­fötu fyrr í þessum mánuði. 

Þjófnaður­inn og leit lög­reglu að þjóf­un­um vakti heims­at­hygli síðasta sum­ar þar sem þjóf­arn­ir sáust hlaupa út úr kirkj­unni og flúðu þaðan á hjól­um niður að Mäl­ar­en-vatni þar sem þeir héldu ferð sinni áfram á hraðbát­um.

Þjóf­arn­ir höfðu á brott með sér tvær ómet­an­leg­ar kór­ón­ur og veld­is­hnött sem voru hluti af út­far­ar­skrúða kon­ungs­hjón­anna Karls IX og Krist­ín­ar sem voru uppi á 16. og 17. öld. Önnur kórónan skemmdist eftir volkið, að því er fram kemur í dómnum. 

Lífsýni á hinum 22 ára gamla Nicklas Backstrom fundust á gersemunum. Á meðan réttarhöldunum stóð fundust gripirnir í ruslatunnu og hann játaði sök. Backstrom neitaði hins vegar að hafa gert tilraun til að stela öðrum verðmætum úr kirkjunni.  

Enn sem komið er hann sá eini sem hefur verið fundinn sekur um þjófnaðinn þrátt fyrir að að minnsta kosti tveir menn hafi sést hlaupa með munina á brott. Samkvæmt sænskum miðlum hafa tveir einstaklingar til viðbótar verið handteknir og sæta lögreglurannsókn vegna meintrar aðildar að málinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert