Heimsótti norðurkóreska sendiráðið

Kim Jong-un yfirgefur sendiráðið.
Kim Jong-un yfirgefur sendiráðið. AFP

Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, yfirgaf lúxushótel sitt í Hanoi, höfuðborg Víetnams, og heimsótti sendiráð sitt í borginni í morgun. 

Bílalest ferðaðist stutta vegalengd frá Melia-hótelinu að norðurkóreska sendiráðinu. Þangað gekk leiðtoginn inn ásamt systur sinni Kim Yo Jong og aðstoðarmönnum.

Kim Jong-un er staddur í Hanoi vegna fundarhalda með Donald Trump Bandaríkjaforseta á morgun og á fimmtudag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert