Hugðist myrða Barack Obama

Larry Mitchell Hopkins (t.v.) er 69 ára gamall og tilheyrir ...
Larry Mitchell Hopkins (t.v.) er 69 ára gamall og tilheyrir hersveitinni United Constitutional Patriots. AFP

Maður sem talinn er vera leiðtogi hersveitar í Nýju Mexíkó í Bandaríkjunum er sagður hafa stært sig af skipulagningu morðs á fyrrverandi Bandaríkjaforsetanum Barack Obama, samkvæmt heimildum sem Alríkislögreglan hefur undir höndum.

Larry Mitchell Hopkins er 69 ára gamall og tilheyrir hersveitinni United Constitutional Patriots. Hann er einnig sagður hafa haft í hyggju morð á Hillary Clinton og milljarðamæringnum George Soros.

Ekki liggur fyrir hvenær Hopkins á að hafa látið uppi áætlanir sínar, en lögmaður hans neitar öllum ásökunum.

Tóku innflytjendur í gíslingu við landamærin

Hopkins var leiddur fyrir dómara í Nýju Mexíkó í gær, en hann er ákærður fyrir að eiga skotvopn, en hann er dæmdur glæpamaður og hefur ekki til þess leyfi.

Hersveitin sem Hopkins tilheyrir komst í fréttirnar í síðustu viku eftir að hafa tekið hóp farandfólks haldi nærri landamærum Bandaríkjanna við Mexíkó, en sveitin telur sig vera að aðstoða yfirvöld við að takast á við síaukinn fjölda innflytjenda sem reynir að komast til landsins frá Mið- og Suður-Ameríku.

mbl.is
Einstakt tilboð - 14,44 fm Garðhús - Naust
Naust er bjálkahús úr 34mm bjálka með tvöfaldri nót. Húsið er 3,8m x 3,8m og er...
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...
Vor í Tungunum, Eyjasól ehf.
Nú er að skella sér í sumarbústað um helgina og eða næstu... Rúm fyrir 5-6. Tak...