„Enn er margt ósagt“

Michael Cohen, fyrrverandi lögfræðingur Donalds Trump Bandaríkjaforseta, hóf þriggja ára …
Michael Cohen, fyrrverandi lögfræðingur Donalds Trump Bandaríkjaforseta, hóf þriggja ára fangelsisvist í dag. AFP

Michael Cohen, fyrr­ver­andi lög­fræðing­ur Don­alds Trump Banda­ríkja­for­seta, hóf í dag afplánun á þriggja ára fangelsisdómi sem hann hlaut eft­ir að hafa lýst sig sek­an um brot á lög­um um kosn­inga­sjóði, m.a. með því að greiða klám­mynda­leik­kon­unni Stor­my Daniels og Play­boy-fyr­ir­sæt­unni Kar­en McDougal fyr­ir að þegja um sam­band sitt við for­set­ann.

Cohen hefur samt sem áður ekki sagt sitt síðasta. „Enn er margt ósagt. Ég hlakka til þess dags þegar ég get sagt sannleikann,“ sagði Cohen við fjölmiðlafólk fyrir utan heimili sitt í Manhattan í morgun áður en hann hélt áleiðis í alríkisfangelsið í Otisville í New York-ríki.

„Ég vona að þegar ég sameinast fjölskyldu og vinum á ný verði Bandaríkin komin á þann stað að hér ríki ekki útlendingahatur, óréttlæti og lygar,“ sagði Cohen.

Cohen aðstoðar myndatökumann sem féll í troðningnum sem myndaðist þegar …
Cohen aðstoðar myndatökumann sem féll í troðningnum sem myndaðist þegar lögmaðurinn yfirgaf heimili sitt á Manhattan í morgun. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert