Berjast við að ná endum saman

Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu.
Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu. AFP

Norður-Kóreubúar berjast á hverjum degi við að ná endum saman vegna „grimmilegrar hringrásar matarskorts, spillingar og kúgunar“. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar skýrslu Sameinuðu þjóðanna.

Þar er ríkisstjórn Kim Jong-un, leiðtoga N-Kóreu, sökuð um bága efnahagsstjórn. Fyrir vikið þurfi almenningur að leggja mikið á sig til að hafa í sig og á. Þessi lífsbarátta harðni enn frekar vegna opinberra starfsmanna sem vilja fá mútur, að því er BBC greindi frá. 

Stjórnvöld í Norður-Kóreu vísa niðurstöðum skýrslunnar á bug og segja hana pólitíska og gerða í annarlegum tilgangi.

Skýrslan er byggð á viðtölum sem tekin voru við 214 manns sem flúðu Norður-Kóreu á árunum 2017 til 2018.

Þar kemur fram að við hrun ríkisrekna dreifingarkerfisins á mat á tíunda áratugnum hafi þriðjungur þjóðarinnar þurft að snúa sér til óformlegra matarmarkaða vegna þess að daglegir matarskammtar duga ekki lengur til að halda lífi.

„Ef þú fylgir bara leiðbeiningunum sem koma frá ríkinu þá sveltur þú í hel,“ sagði einn þeirra sem rætt var við.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert