Flugvél hafnaði utan flugbrautar

Talsmenn flugfélagsins segja að um sé að kenna sprungnum dekkjum. …
Talsmenn flugfélagsins segja að um sé að kenna sprungnum dekkjum. Mynd úr safni. AFP

Loka þurfti Newark-flugvellinum í New York um tíma í dag eftir að dekk flugvélar United Airlines sprungu við lendingu. Hafnaði flugvélin að hluta til utan flugbrautarinnar.

Minniháttar slys urðu á fólki, en flugvélin var að koma inn til lendingar eftir flug frá Denver um klukkan eitt eftir hádegi að staðartíma þegar hún rann út af flugbrautinni til vinstri og festist aðallendingarbúnaður vélarinnar í grasi til hliðar við brautina.

Talsmenn flugfélagsins segja að um sé að kenna sprungnum dekkjum, en engum 166 farþeganna varð alvarlega meint af. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert