Boris Johnson enn líklegastur

Sajid Javid innanríkisráðherra, Michael Gove umhverfisráðherra, Boris Johnson fyrrverandi utanríkisráðherra …
Sajid Javid innanríkisráðherra, Michael Gove umhverfisráðherra, Boris Johnson fyrrverandi utanríkisráðherra og Jeremy Hunt núverandi utanríkisráðherra standa fjórir eftir í baráttunni um að verða næsti leiðtogi Íhaldsflokksins. Búast má við niðurstöðu úr næstu atkvæðagreiðslu skömmu eftir hádegi í dag. Þá standa eftir þrír. Þannig spil­ast leik­ur­inn þar til tveir standa eft­ir og verður þá kosið á milli þeirra í alls­herj­ar­kosn­ingu meðal flokksmanna. AFP

Fátt virðist ætla að koma í veg fyrir að Boris Johnson, fyrrverandi utanríkisráðherra Bretlands, verði meðal tveggja efstu í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins. Línur skýrast í dag þegar kosið verður á milli frambjóðendanna fjögurra sem eftir standa og þeim fækkað í þrjá og síðar tvo.

Johnson segir í samtali við Evening Standard að tími sé kominn til að gera stjórnmálin spennandi á ný.

Rory Stewart, ráðherra þró­un­ar­mála, helltist úr lestinni í gær og eftir standa, auk Johnson, Jeremy Hunt núverandi utanríkisráðherra, Michael Gove umhverfisráðherra og Sajid Javid innanríkisráðherra.

Johnson jók forystu sína í leiðtogakjörinu í gær og hlaut hann 143 atkvæði. Hunt kom næstur með 54 atkvæði og bætti við sig 17 atkvæðum. Gove nartar í hælana á Hunt með 51 atkvæði en Javid fékk einungis 38 atkvæði.

Í dag verður kosið á ný milli þeirra fjögurra sem standa eftir. Kosningastjórar Javid vonast til þess að atkvæðin 27 sem Stewart fékk í gær færist að mestu til Javid. 

Búast má við niðurstöðu úr næstu atkvæðagreiðslu skömmu eftir hádegi í dag. Þá standa eftir þrír. Þannig spil­ast leik­ur­inn þar til tveir standa eft­ir og verður þá kosið á milli þeirra í alls­herj­ar­kosn­ingu meðal flokksmanna en von er á að niðurstaða liggi fyr­ir 22. júlí. Svo gæti þó farið að ekki komi til alls­herj­ar­kosn­ing­ar ef fram­bjóðend­ur, sem telja sig­ur­mögu­leik­ana litla, gef­ist upp.

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert