Sajid Javid úr leik

Sajid Javid inn­an­rík­is­ráðherra (lengst til vinstri) er úr leik í …
Sajid Javid inn­an­rík­is­ráðherra (lengst til vinstri) er úr leik í leiðtogakjöri breska Íhaldsflokksins. Eftir standa Jeremy Hunt nú­ver­andi ut­an­rík­is­ráðherra, Michael Gove um­hverf­is­ráðherra og Bor­is John­son fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráðherra. Síðar í dag fer fram atkvæðagreiðsla með þingmanna flokksins milli þeirra þriggja þar sem sá sem hlýtur fæst atkvæði dettur út. Að því loknu fer fram allsherjaratkvæðagreiðsla í flokknum þar sem næsti leiðtogi flokksins verður kjörinn. AFP

Sajid Javid innanríkisráðherra Bretlands helltist er úr leik í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins eftir að niðurstöður nýjustu atkvæðagreiðslu flokksins liggja fyrir.

Boris Johnson, fyrrverandi utanríkisráðherra, styrkti stöðu sína á toppnum og fékk 157 atkvæði. Þar á eftir koma Michael Gove utanríkisráðherra með 61 atkvæði og Jeremy Hunt núverandi utanríkisráðherra með 59 atkvæði. Javid fékk fæst atkvæði, 34 talsins, og fer því ekki áfram í næstu umferð.

Síðdegis verða aftur greidd atkvæði á milli þeirra þriggja sem eftir standa og þá er búist við að annað hvort Gove eða Hunt hellist úr lestinni. Von er á niðurstöðum úr þeirri atkvæðagreiðslu um klukkan 18:15 að staðartíma, 17:15 að íslenskum tíma. Stóra spurningin er hvert atkvæðin sem Javid hlaut fara.

Þegar sú niðurstaða verður kunn fer fram alls­herj­ar­kosn­ing milli leiðtogaefnanna tveggja meðal 160.000 flokksmanna Íhalds­flokks­ins og von er á að niðurstaða liggi fyr­ir 22. júlí.

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert