Kína fagnar fundi Trumps og Kim

Kínversk stjórnvöld telja fund Trump og Kim vera mjög mikilvægan …
Kínversk stjórnvöld telja fund Trump og Kim vera mjög mikilvægan þátt í átt að kjarnorkuafvopnun á Kóreuskaga. AFP

Yfirvöld í Kína segja fund Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Kim Jong Un, leiðtoga Norður Kóreu, í gær á hlutlausasvæðinu sem aðskilur Kóreu-ríkin tvö mjög mikilvægan og hvetur alla aðila til þess að nýta tækifærið til þess að ná árangri í kjarnorkuafvopnun á Kóreuskaga.

Trump varð í gær fyrsti forseti Bandaríkjanna til þess að stíga fæti á Norður-Kóreska grund. Þá gekk Trump einnig með Kim í gegnum hlutlausasvæðið til Suður-Kóreu þar sem þeir funduðu og ákváðu að mynda viðræðuteymi.

„Þetta er kærkomin þróun,“ sagði Geng Shuang, talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins, á blaðamannafundi í dag. „Sérstaklega að Norður-Kórea og Bandaríkin hafa náð samkomulagi um að hefja undirbúning að viðræðum sem er mjög mikilvægt.“

Viku áður en Trump hitti Kim á hlutlausasvæðinu fór Xi Jinping, forseti Kína, í opinbera heimsókn til Pyongyang, höfuðborgar Norður-Kóreu. Var það í fyrsta sinn sem kínverskur leiðtogi heimsækir Norður-Kóreu í 14 ár, en Kína sem jafnframt er bandamaður Norður-Kóreu samþykkt þvingunaraðgerðir gegn landinu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna.

Geng sagði heimsókn Xi hafi skapað nýjan hvata til þess að hefja á ný viðræður um kjarnorkuafvopnun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert