Tilbúin að veita Bretum lengri frest

Van der Leyen situr fyrir svörum á Evrópuþinginu í undanfara …
Van der Leyen situr fyrir svörum á Evrópuþinginu í undanfara atkvæðagreiðslu um skipun hennar. AFP

Ursula von der Leyen, sem freistar þess nú að fá samþykki Evrópuþingsins sem forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segist reiðubúin til þess að veita Bretum lengri frest til útgöngu úr sambandinu.

Þetta kom fram í máli von der Leyen á Evrópuþinginu, en hún situr þar fyrir svörum í undanfara atkvæðagreiðslu þar sem ákveðið verður hvort hún verði samþykkt sem forseti framkvæmdastjórnar ESB.

Segist hún tilbúin til þess að veita Bretum frest umfram 31. október, sé fyrir því nægilega góð ástæða.

mbl.is

Bloggað um fréttina