Fimm létust í sprengingu í Rússlandi

Byggingar í herstöð Rússa í Arkangelsk-fylki.
Byggingar í herstöð Rússa í Arkangelsk-fylki. AFP

Kjarnorkustofnun Rússlands segir sprengingu við eldflaugaprófanir norðan heimskautsbaugs hafa orðið fimm manns að bana á fimmtudag og um leið leyst úr læðingi geislavirkar efnasamsætur.

Stofnunin segir kraftinn sem fólst í sprengingunni, sem varð í Arkangelsk-fylki í norðanverðu Rússlandi, hafa fleygt nokkrum starfsmönnum af eldflaugaskotpallinum og í hafið. Í borginni Severodvinsk, næststærstu borg fylkisins, mældist aukin geislavirkni í kjölfar sprengingarinnar.

Þegar hafði verið greint frá því að tveir hefðu látist í slysinu, en ekki er vitað hvort þeir séu á meðal þeirra fimm sem nú eru sagðir hafa látist.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert